Bifhjólaréttindi
Til þess að öðlast ökuréttindi fyrir bifhjól þarf að fara bæði í bóklega og verklega kennslu.
Bóklega námið er 24 kennslustundir og verklega námið er að minnsta kosti 11 tímar. Þeir sem hafa B-réttindi þurfa einungis að taka 12 tíma bóklegt nám og 11 tíma verklegt nám.
Námið hefst með bóklegu námi sem endar með prófi og þá taka verklegir tímar við.
Réttindi
Boðið er upp á bifhjóla- og skellinaðrunámskeið sem veita réttindi til allra bifhjólaréttinda.
Réttindaflokkar:
• A1 (létt bifhjól) - 17 ára • A2 (miðlungs bifhjól) - 20 ára • A (fullt bifhjól) - 24 ára